fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Stefnir í skort á verkafólki á Bretlandseyjum eftir Brexit

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu á næsta ári getur reynst erfitt að fá útlendinga til starfa í láglaunastörfum á Bretlandseyjum samtímis og þeir njóta verndar gegn misnotkun og svika af hálfu atvinnurekenda.

Þegar Bretar ganga úr ESB fellur úr gildi ákvæðið um frjálsa för íbúa ESB til og frá landinu. Talið er að um 500.000 manns frá ríkjum ESB hafi starfað við láglaunastörf á Bretlandseyjum á síðasta ári, þar á meðal er fólk sem starfar við þrif, þjónar og ávaxtatínslu.

Bresk stjórnvöld eru nú að reyna að finna út hvernig sé hægt að tryggja að atvinnurekendur sem treysta á erlent vinnuafl lendi ekki í vandræðum með að fá starfsfólk eftir Brexit.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Oxford Migration Observatory. Þar er bent á tvær lausnir á þessum vanda. Önnur er að útvíkka áætlun um „hreyfanleika ungmenna“ þannig að hún nái til ESB-ríkjanna en hin er að taka upp sérstakt atvinnuleyfiskerfi sniðið að láglaunastörfum.

Varað er við hættum sem fylgja báðum þessum möguleikum. Hvað varðar atvinnuleyfakerfið er varað við að „ófyrirleitnir atvinnurekendur muni notfæra sér varnarlaust verkafólk“ á þeim grunni að fólkið fái aðeins að vera í landinu ef það er með vinnu.

Hvað varðar ungmennaáætlunina er varað við að ekki sé víst að unga fólkið sæki í störf sem breskir atvinnurekendur eiga að jafnaði erfitt með að manna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn