Skotland verður fyrsta land heims til að veita peningum í verkefni sem þetta. 395.000 kvenkyns nemendur eru í skólum landsins. Lengi hefur verið rætt um þennan vanda og hvaða áhrif skortur á aðgengi að dömubindum og öðru hefur á hreinlæti kvenna, heilsu þeirra og velferð.
Samkvæmt könnum sem Young Scot gerði meðal rúmlega 2.000 kvenna þá á um fjórðungur þeirra sem stunda nám í erfiðleikum með að fjármagna kaup á dömubindum. The Guardian skýrir frá þessu.