Alisson Becker, markvörður Liverpool, segir að hann hafi passað fullkomlega inn í liðið í sumar eftir að hafa komið frá Roma.
Alisson segir að spilamennska Liverpool minni á brasilíska landsliðið þar sem hann er aðalmarkvörður.
,,Ég hef komist inn í þetta fullkomlega og passa alveg inn í leikstíl liðsins,” sagði Alisson við ESPN.
,,Liverpool vill að markvörðurinn taki þátt í sókninni og að byggja upp sókn alveg út öftustu línu.”
,,Það gefur mér mikið sjálfstraust til að nota lappirnar og ég verð að vera einbeittur í 90 mínútur. Þetta er eins og hjá landlsliðinu.”
,,Ég spilaði minn þátt í spilinu hjá Roma en stíllinn þar er aðeins öðruvísi en hjá Liverpool.”