Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í flestum stærstu deildum Evrópu er nú opinn og geta lið enn styrkt sig fyrir utan þau sem spila í ensku úrvalsdeildinni.
Hér má sjá pakka dagsins.
Everton hefur trú á því að félagið geti haldið vængmanninum Ademola Lookman sem er á óskalista RB Leipzig. (Echo)
Lazar Markovic, leikmaður Liverpool, er á leið til gríska félagsins PAOK á láni. (Mirror)
Luka Modric, leikmaður Real Madrid, vill vera áfram hjá félaginu í mörg ár til viðbótar. (Football Italia)
Chelsea hafnaði því að fá sóknarmanninn Nabil Fekir frá Lyon í sumar. (Mail)
Danny Simpson og Andy King, leikmenn Leicester, muni yfirgefa félagið á gluggadeginum. (Leicester Mercury)
Hull og QPR hafa bæði áhuga á að fá Tommy Elphick, varnarmann Aston Villa, á láni. (Sky)
Aston Villa er að kaupa franska varnarmanninn Harold Moukoudi frá Le Havre í Frakklandi. (Mirror)