Unai Emery, stjóri Arsenal á Englandi, hefur breytt miklu síðan hann kom til félagsins í sumar.
Emery tók við keflinu af Arsene Wenger í sumar en Wenger hafði verið við stjórnvölin frá árinu 1996.
Enskir miðlar greina nú frá því að Emery sé búinn að banna leikmönnum liðsins að drekka ávaxtasafa.
Emery hefur breytt matarplani og æfingaplani leikmanna liðsins mikið en reglurnar voru þó einnig strangar undir stjórn Wenger.
Wenger breytti sjálfur gríðarlega miklu er hann kom fyrst til félagsins á sínum tíma en þegar hann tók við voru leikmenn mikið í því að borða ruslfæði.
Emery er þó alls ekki á avaxtasafa-lestinni og hefur nú algjörlega bannað þann drykk hjá félaginu.