Adriano, fyrrum framherji Inter Milan, hefur opnað sig um tíma sinn hjá félaginu þar sem hann var í miklum erfiðleikum.
Adriano lék með Inter frá 2004 til 2009 áður en hann samdi við Flamengo í heimalandinu.
Eftir andlát föður leikmannsins byrjaði Adriano að drekka mikið áfengi og mætti oft fullur á æfingar.
,,Aðeins ég veit hversu mikið ég var að þjást. Andlát föður míns skildi eftir sig stórt gat og ég var mjög einmanna,” sagði Adriano.
,,Eftir dauða hans þá varð allt miklu verra því ég lifði í einangrun. Ég var einn á Ítalíu og var leiður og þunglyndur og þá byrjaði ég að drekka.”
,,Ég var bara ánægður þegar ég var að drekka. Ég gat ekki hætt og á endanum þá þurfti ég að fara annað.”
,,Ég mætti fullur á æfingar á morgnanna. Ég mætti alltaf þó að ég hafi verið ofurölvi. Inter sagði bara við fjölmiðla að ég væri meiddur.”