Sven Goran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, er stuðningsmaður Liverpool, eitthvað sem fáir vissu.
Eriksson þjálfaði enska landsliðið frá 2001 til 2006 áður en hann tók við Manchester City í eitt ár.
Hann mátti alls ekki segja frá því á sínum tíma en Eriksson hefur nú opnað sig varðandi hvaða lið hann styður.
,,Ég hef alltaf verið stuðningsmaður Liverpool. Ég get sagt þetta núna en gat það ekki þegar ég var á Englandi,” sagði Eriksson.
,,Alveg síðan ég var mjög ungur hef ég stutt þá. Faðir minn er einnig stuðningsmaður þeirra, hann er 90 ára gamall en heldur enn með þeim.”