Dani Alves, leikmaður Paris Saint-Germain, hefur valið sér nýtt númer sem hann mun klæðast á þessu tímabili.
Alves lék í treyju númer 32 á sinni fyrstu leiktíð í Frakklandi eftir að hafa komið frá Juventus á síðasta ári.
Alves hefur nú skipt yfir í treyju 13 til heiðurs Mario Zagallo sem er fyrrum landsliðsmaður Brasilíu.
Zagallo klæddist oft treyju númer 13 á ferlinum en hann vann heimsmeistaramótið með Brasilíu á sínum tíma.
,,Ég hef alltaf verið mikið fyrir það að breyta um númer og heiðra það fólk sem hefur gefið mínu lífi tilgang,” sagði Alves.
,,Að þessu sinni geri ég þetta fyrir okkar fyrirmynd, hins ógleymanlega Zagallo.”