Það er útlit fyrir það að Ross Barkley, leikmaður Chelsea, muni reglulega fá tækifæri á þessu tímabili.
Barkley fékk fáar mínútur undir stjórn Antonio Conte á síðustu leiktíð en Maurizio Sarri virðist vera hrifinn af miðjumanninum.
Victor Moses, leikmaður Chelsea, segir að það sé enginn að leggja sig eins mikið fram og Barkley á æfingum.
,,Allir hafa staðið sig vel og allir eru að leggja sig fram en ég myndi segja Ross Barkley,” sagði Moses.
,,Hann var að glíma við erfið meiðsli en hann hefur byrjað tímabilið mjög vel og er að leggja svo hart að sér.”