Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, býst við mjög erfiðu verkefni í vetur eftir dráttinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Liverpool fær verðugt verkefni gegn Paris Saint-Germain og Napoli og spilar einnig við Red Star frá Serbíu.
Klopp segir að hann hafi búist við að fá erfiðan riðil en að önnur lið þurfi einnig að óttast sína menn.
,,Ef þú hugsar um riðilinn þá ertu nú þegar úr leik. Ef þú hugsar um að hann sé of erfiður þá ertu úr leik. Við erum ekki að hugsa um það,” sagði Klopp.
,,Ég bjóst við að fá erfiðan riðil og við fengum erfiðan riðil, það er það sem Meistaradeildin snýst um.”
,,Það er alveg í lagi fyrir mér. Þetta er stór áskorun en þetta er líka stór áskorun fyrir aðra að mæta okkur.”
,,Það var enginn að horfa á styrkleikaflokk þrjú og að hugsa ‘Við viljum fá Liverpool’. Þegar þú ert nú þegar með Napoli og PSG í einum riðli þá viltu ekki fá Liverpool sem þriðja liðið.”