Það vakti athygli í gær þegar hinn ungi Tom Davies var með fyrirliðaband Everton í leik gegn Rotherham í enska deildarbikarnum.
Davies upplifði erfiða tíma á síðustu leiktíð en hann var alls ekki fastamaður í liði Sam Allardyce á Goodison Park.
Marco Silva er þó mættur til félagsins og hefur mikla trú á Davies sem er aðeins 20 ára gamall.
Davies varð í gær yngsti fyrirliði í sögu Everton en liðið hafði betur gegn Rotherham, 3-1.
Það vantaði marga lykilmenn í lið Everton í gær en Gylfi Þór Sigurðsson var þó í byrjunarliðinu.