Það fer fram stórleikur í enska deildarbikarnum í þriðju umferð er Liverpool fær lið Chelsea í heimsókn á Anfield.
Dregið var í þriðju umferð í dag og nú taka stóru liðin þátt en önnur umferð keppninnar kláraðist í gær.
Manchester United mætir Derby, Arsenal fær Brentford í heimsókn, Tottenham tekur á móti Watford og Manchester City heimsækir Oxford.
Fleiri úrvalsdeildarslagir eiga sér stað er Wolves og Leicester eigast við og svo fer fram viðureign Everton og Southampton.
Hér má sjá dráttinn.