fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Eyjan

Vinstri hreyfingin missti af lestinni í efnahagshruninu 2008

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstri hreyfingunni mistókst illilega að bregðast við efnahagskreppunni í heiminum sem hófst með fallli Lehman Brothers bankanum fyrir hérumbil tíu árum. Bankakerfi heimsins riðaði til falls. Maður skyldi halda að þetta hefði verið gullið tækifæri fyrir vinstri öflin að láta til skarar skríða gegn ofurvaldi banka, fjármálakerfisins og stórfyritækja. En þau létu það ganga úr greipum sér, vissu ekki hvernig þau átti að bregðast við. Þar sem vinstri flokkar voru við völd eða komust til valda eins og á Íslandi hófu þeir að lappa upp á gamla kerfið, líkt og það væri í raun óumbreytanlegt. Þannig láðist flokkum til vinstri að læra af fordæmi Franklins D. Roosevelts frá því í heimskreppunni miklu.

Larry Elliot skrifar um þetta í Guardian í dag. Það hafi verið rætt um að setja skatt á fjármagnshreyfingar, en ekkert hafi orðið úr því. Bankar hafi ekki brotnir upp. Tal um nýtt grænt hagkerfi hafi líka runnið út í sandinn. Hann segir að fjármagnsöflin séu nú voldugri en nokkru sinni fyrr. Vald stórfyrirtækjanna sé ennþá samþjappaðra og óhagganlegra. Ríkjandi sé alveg samni rétttrúnaðurinn í hagfræði og þá. Veikur efnahagsbati síðustu ára hafi mestanpart runnið til hinna ríku, en laun og lífskjör í flestum löndum standa í stað.

Líkur séu á að fyrr eða síðar komi önnur kreppa. Þá sé hugsanlegt að vinstrið fái annað tækifæri, en það sé spurning hvort það verði betur undirbúið þá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum