fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ástsjúkur Íslendingur handtekinn í Álaborg

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 08:55

Horft yfir Álaborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörtíu og tveggja ára gamall íslenskur karlmaður var handtekinn í Álaborg um síðustu helgi. Maðurinn, sem var að heimsækja kærustu sína sem búsett er í borginni, hlaut fangelsisdóm ytra árið 2015. Þegar hann hafði afplánað dóminn var honum gert að yfirgefa Danmörku og var óheimilt að koma inn í landið í 12 ár. Ástin reyndist þó skynseminni yfirsterkari og komst lögreglan á snoðir um ferðir hans. Hann var leiddur fyrir dómara strax daginn eftir og var dæmdur í 20 daga fangelsi. Þegar Íslendingurinn hefur afplánað þann dóm verður honum vísað úr landi. Danska blaðið Nordjyske greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu