fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Segir hækkun leiguverðs Félagsbústaða óásættanlega

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 15:50

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, segir það óásættanlegt að leiguverð Félagsbústaða hækki um 7% til viðbótar á árinu til að tryggja jafnvægi í sjóðsstreymi samkvæmt árshlutareikningi Reykjavíkurborgar.

Hún segir leigjendur innan Félagsbústaða þegar komna að þolmörkum:

„Í árshlutareikningi kemur fram að hækka þurfi leiguverð hjá Félagsbústöðum um 7% til viðbótar á árinu til að tryggja jafnvægi í sjóðstreymi árin 2018 og 2019 m.v. að verðbólguforsendur fjárhagsáætlunar standist. Samkvæmt frekari útskýringum er átt við 2% hækkun að auki við þá 5% hækkun á leiguverði sem hefur nýlega átt sér stað. Hlutverk Félagsbústaða er að leigja til tekjulágra einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Leigjendur innan Félagsbústaða eru nú þegar komin að þolmörkum hvað varðar leigugreiðslur. Óásættanlegt er að viðkvæmur hópur almennings sé látin standa undir slíkri hækkun. Í árshlutareikningi kemur einnig fram að útgjöld vegna langtímaveikinda námu alls um 357 mkr í grunnskólum, leikskólum og frístund og að gjaldfærð langtímaforföll í grunnskólum og leikskólum séu samtals 62 mkr umfram fjárheimildir á tímabilinu. Draga má þá ályktun að mikið álag sé á starfsfólkinu í þessum störfum og geta langtímaforföll m.a. átt sér stað vegna útkeyrslu og kulnunar í starfi. Þar er deginum ljósara að hækka þarf lág laun á þessum starfsvettvangi, til að draga úr manneklu og álagi á starfsfólkið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?

Steinunn Ólína skrifar og talar: Er ekki ráð að treysta fólki fyrir sjálfu sér?