fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Gunnar Nelson hefur náð sér af meiðslum og stefnir á að berjast í nóvember

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 15:03

Gunnar Nelson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bardagakappinn Gunnar Nelson leitar nú að andstæðingi til að berjast við en hann hefur nú að mestu jafnað sig á meiðslunum sem hann varð fyrir fyrr á þessu ári. Í viðtali við vefmiðilinn MMA fréttir greinir Gunnar frá því að hann hafi boðist til þess að mæta Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio aftur en eins og margir vita rotaði sá argentínski Gunnar á síðasta ári.

Gunnar meiddist á hné í apríl á þessu ári og neyddist til að hætta við fyrirhugaðan bardaga gegn Neil Magny á UFC bardagakvöldinu í Liverpool í maí. Í kjölfarið fór Gunnar í aðgerð á liðþófa og er nú byrjaður að æfa á fullu. Hann sér því fram á bjartari tíma og er fullur sjálfstrausts.

Gunnar vonast til að berjast á UFC 230 í Madison Square Garden þann 3. nóvember og segist í samtali við MMA fréttir vera tilbúinn að mæta hverjum sem er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Í gær

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum