Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason og kærasta hans, Lilja Kristjánsdóttir, hafa sett íbúð sína á Kaplaskjólsvegi á sölu. Ásett verð er 42,9 milljónir en um er að ræða 89,4 fermetra þriggja herbergja íbúð.
„Okkur líður fáránlega vel hérna,“ segir Atli á Facebook og bætir við að sonur hans, rúmlega eins árs, sé byrjaður að heimta eigið herbergi, enda kominn langleiðina á unglingsaldur.
„Ef þið þekkið einhvern sem er að leita að frábæru eldhúsi, sólríkum svölum og æðislegri stofu í Vesturbænum þá megið þið deila auglýsingunni með viðkomandi,“ segir Atli.
Íbúðin er á Kaplaskjólsvegi í reisulegu húsi sem var byggt árið 1957. Íbúðin hefur verið gerð upp að stóru leyti; eldhúsið var tekið í gegn í fyrra og árið 2009 var baðherbergi endurnýjað. Þá hefur frárennsli verið endurnýjað í húsinu.
Hér að neðan má sjá myndir úr íbúðinni en það er Domusnova sem sér um söluna.