fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Vigdís krefur borgarstjóra um afsökunarbeiðni og heimtar niðurskurð og ráðningarstopp hjá Reykjavíkurborg

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 14:08

Vigdís Hauksdóttir Mynd Ari Brynjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, fór fram á í bókun á fundi borgarráðs í morgun, að Stefán Eiríksson, borgarritari og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, bæðu hana afsökunar vegna aðdróttana þeirra í kjölfar „eineltismálsins“ svokallaða sem mikið hefur verið fjallað um:

„Fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn, Vigdís Hauksdóttir, fer fram á að borgarritari og skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstóra og borgarritara biðji hana opinberlega afsökunar á aðdróttunum og röngum alvarlegum ásökunum sem birtust í fjölmiðlum í kjölfars héraðsdóms sem féll í máli fjármálastjóra ráðhússins gegn skrifstofustjóranum.“

Þá lét Vigdís einnig bóka að hún krefðist þess að farið yrði í kerfisbundin niðurskurð á skrifstofu borgarstjóra og annarri stjórnsýslu á vegum borgarinnar og að tafarlaust ráðningarstopp verði tekið upp, en lögbundinni þjónustu og grunnstoðum hlíft:

„Enn á ný hefur meirihlutinn í borgarstjórn ekki kjark til að ræða tillögur fulltrúa Miðflokksins um niðurskurð og hagræðingu hjá Reykjavíkurborg. Þeim er nú frestað í þriðja sinn þrátt fyrir gefin loforð um annað á síðasta fundi borgarráðs hinn 23. ágúst s.l. en þær hljóða svo:
1. Farið verði tafarlaust í að skilgreina lögbundið hlutverk Reykjavíkur og fjármagni forgangsraðað í grunnþjónustu.
2. Farið verði tafarlaust í kerfisbundinn niðurskurð á skrifstofu borgarstjóra og í annarri stjórnsýslu borgarinnar.
3. Tekið verði tafarlaust upp ráðningarstopp í stjórnsýslu Reykjavíkur en lögbundinni þjónustu og grunnstoðum verði hlíft.
4. Dregið verði úr utanferðum kjörinna fulltrúa og embættismanna borgarinnar og skilagreingerð fyrir hvers vegna ferð var farin.
5. Farið verði í bestun í öllum innkaupum borgarinnar og að a.m.k. 10% hagræðingu verði náð.
6. Allar þessar aðgerðir komi til með að liggja til grundvallar fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 2019.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben