fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata hefur hafið störf á geðdeild

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata hjá Reykjavíkurborg, mun hefja störf á geðdeild landspítalans á mánudaginn næstkomandi. Í samtali við DV segir hann að hann hafi lengi haft áhuga á geðheilbrigðismálum og vilji leggja sitt á vogarskálarnar í þeim efnum.

„Mig langar að gefa mig í þetta. Þetta er eitthvað sem ég hef íhugað lengi að gera. Það eru geðheilbrigðismál sem ég hef brennandi áhuga á, þó svo að það sé ýmislegt innan míns áhugasviðs.“

Halldór var spurður hvort það myndi hafa einhver áhrif á starf hans að hann væri fyrrverandi borgarfulltrúi og að sjúklingar gætu nú haft möguleika að ræða við einstakling sem hafði pólitískt vald segir hann: „Það má alveg vel vera. En þetta eru náttúrulega starf fyrir alla sem hafa áhuga á að starfa á þessu sviði, hvort sem þú ert fyrrverandi borgarfulltrúi eða eitthvað annað. Geðdeild er ekki eitthvað afmarkað fyrirbæri. Var ekki sagt í Englum Alheimsins að Kleppur væri víða“

Halldór Auðar er nú að setja upp vaktarplanið sitt og vonar hann að störf hans muni hafa góð áhrif á umræðuna um það mikilvæga mál sem geðheilbrigðismál eru.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“