fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025

Vegastarfsmaður bjargaði lífi sjö ára sonar Birgittu í gær

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mikilvægt að segja frá þessu í forvarnarskyni og brýna á þessu í samfélaginu okkar í dag. Það er bara orðið þannig að það virðast allir vera með augun á símanum þegar verið er að keyra,“ segir Birgitta Snorradóttir í samtali við Bleikt. Í gær var Birgitta stödd á Langholtsvegi með sjö ára gömlum syni sínum sem er nýbúin að læra að hjóla.

Vinnumaður á staðnum bjargaði líklega lífi hans

„Við biðum samviskusamlega við umferðarljósin sem eru gegnt Beco þegar sonur minn segir mér að það sé komin grænn kall. Ég sé að það er rétt og geng af stað á undan honum yfir gangstéttina. Ég veit svo ekki fyrr en ég heyri öskur á bakvið mig og sé þá að þar er kominn vegavinnumaður sem hlaupið hefur fyrir bíl sem fór yfir á rauðu ljósi. Hún var aðeins um meter eða minna frá því að keyra son minn niður.“

Birgitta telur líklegt að konan hafi verið á milli tvítugs og þrítugs.

„Hún var svo upptekin af því að vera í símanum að hún mátti ekki einu sinni vera að því að stoppa og kanna líðanina hjá barninu eða hvort allt væri í lagi.“

Kennum börnunum umferðarreglur sem fullorðið fólk fer ekki eftir

Birgitta telur mikilvægt að brýna fyrir fólki að farsímanotkun við keyrslu sé ekki í lagi.

„Það er nákvæmlega ekki neitt sem skiptir meira máli eða er mikilvægara en að fylgjast með umferðinni og umhverfi sínu við akstur. Fylgist með, sýnið aðgát og ekki gleyma að hafa það hugfast að það er nóg að líta undan eitt augnablik og þú gætir tekið líf. Eins og hefði geta gerst í gær ef ekki hefði verið fyrir þennan mann sem bjargaði syni mínum.“

Sonur Birgittu er við góða heilsu í dag og telur hún líklegt að hann sjálfur hafi ekki áttað sig almennilega á aðstæðum sínum í gær.

„Auðvitað var honum aðeins brugðið en að sem sat mest eftir og við ræddum mikið þegar við héldum ferð okkar áfram, var það að hann var svo hissa á því að bíll keyrði yfir á grænum kalli. Við erum að kenna börnunum umferðarreglur og svo sjá þau að þeim er ekki fylgt eftir af fullorðna fólkinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum

Stórum sprengjum varpað um hertogahjónin í óvæntri afhjúpun Vanity Fair – Kölluð illmennin í hverfinu af nágrönnum sínum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Efling klagar Subway og Hard Rock: Alþjóðlegir risar látnir vita af meintum réttindabrotum

Efling klagar Subway og Hard Rock: Alþjóðlegir risar látnir vita af meintum réttindabrotum
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport