,,Við erum núna í Vatnamótunum og veiðin gengur ágætlega,“ sagði Selma Björk Ísabella Gunnarsdóttir er við heyrðum í henni á veiðislóðum fyrir austan Klaustur með stöng að vopni.
,,Við vorum í Mávabótaálum fyrir nokkrum dögum og fengum þar flotta fiska, sjóbirtingurinn er fiskurinn. Hann er skemmtilegur þegar hann tekur fluguna,“ sagði Selma á veiðislóðum fyrir austan þar sem sjóbirtingurinn er að taka hjá veiðimönnum.
Mynd. Selma Björk með flottan sjóbirting úr Mávabótaálum. Mynd ÓG