fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Þjófarnir sem börðu og deyfðu íslenska fjárhundinn Fjölni enn ófundir

Óðinn Svan Óðinsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sallie Nielsen, íbúi í Esbjerg á Jótlandi í Danmörku, sagði í vor frá hræðilegum raunum íslenska fjárhundsins Fjölnis sem varð fyrir barðinu á ofbeldisfulluminnbrotsþjófum. DV fjallaði um málið sem vakti mikla athygli í Danmörku. Málið er enn óupplýst og óvíst hvort Fjölnir nái sér að fullu.

„Í gær lentum við í hræðilegri lífsreynslu. Brotist var inn á heimili okkar á meðan hundurinn Fjölnir var einn heima. Ég fór síðust að heiman klukkan 9.45 og kom heim klukkan 14.15. Ég undraðist að Fjölnir gelti ekki eins og hann er vanur þegar ég loka bílnum. Ég hélt því að kærastinn minn væri kominn heim. Útidyrnar voru ekki læstar. Þegar ég opnaði þær tók sljór hundur á móti mér, niðurlútur og með skottið niðri. Ég sá að eldhúsið var í rúst og hugsaði með mér: „Hættu nú alveg Fjölnir, þú hefur skemmt þér.“ Svona hófst færsla Sallie sem greindi fyrst frá málinu á Facebook.

Í færslunni sagði hún frá raunum Fjölnis sem má teljast heppinn að hafa sloppið lifandi frá atvikinu. „Búið var að róta í lyfjunum okkar og mörg þeirra voru tekin. En það var ekki það versta því þeir höfðu gefið Fjölni okkar eitthvað sljóvgandi og barið hann og sparkað í hann.“ skrifaði Sallie.

Nú þegar rúmir þrír mánuðir eru liðnir frá atvikinu eru þjófarnir enn ófundnir. Sallie segir Fjölni enn vera að jafna sig eftir árásina. „Hann er alltaf að verða betri en það gerist mjög hægt. Það er alls óvíst að hann verði aftur sami hundur,“ segir Sallie í samtali við DV.

Hún er ennþá gríðarlega reið og á erfitt með að átta sig á því hvernig fólk getur ráðist á saklaus dýr. „Hvað varstu að hugsa, þætti þér í lagi ef ég myndi brjótast inn í húsið þitt og meiða börnin þín? Hundurinn minn er barnið mitt þannig að þetta er í raun það sama,“ segir Sallie að lokum.

Sallie hefur heitið verðlaunum til handa þeim sem getur veitt upplýsingar sem verða til þess að lögreglan geti upplýst málið en brotist var inn á fleiri stöðum í hverfinu hennar þennan dag svo líklegt má teljast að sömu aðilar hafi verið að verki í flestum ef ekki öllum tilvikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“