fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Danir hafa dregið úr kjötneyslu í kjölfar hitabylgjunnar í sumar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar hins þurra og sólríka sumars hefur kjötneysla margra Dana dregist saman. Þá er víða búið að draga úr kjötnotkun í mötuneytum opinberra stofnana sem og einkafyrirtækja. Það er ekki vegna kjötskorts sem fólk hefur dregið úr kjötneyslunni heldur virðast margir hafa vaknað til umhugsunar um áhrif hnattrænnar hlýnunnar og vilji nú gera lífsstíl sinn umhverfisvænni.

Samkvæmt könnum sem gerð var fyrir TV2 þá hefur þriðjungur landsmanna breytt lífsstíl sínum eftir hið undarlega veðurfar í sumar og telja sig nú umhverfisvænni en áður. Tæplega helmingur þessa þriðjungs hefur dregið úr kjötneyslu. Í mörgum mötuneytum er nú farið að bjóða upp á meira grænmeti en áður og samhliða er minna kjöt á boðstólum. Sum fyrirtæki eru einnig farin að vera með kjötlausa daga.

Samkvæmt könnuninni þá hafa 61 prósent dregið úr vatnsnotkun. 59 prósent hafa dregið úr rafmagnsnotkun. 58 prósent kaupa minna og endurnýta hluti oftar en áður. 46 prósent borða minna kjöt. 25 prósent nota bílinn sinn minna og 23 prósent hafa fækkað flugferðum sínum.

Danir hafa af nokkru að taka því þeir eru meðal þeirra þjóða sem losa mest af CO2 út í andrúmsloftið á hvern íbúa. Ástæðan er fyrst og fremst góð lífskjör og því getur fólk ferðast mikið, keypt meira af fatnaði og kjöti en margir aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni