fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Loftsteinninn Bennu getur rekist á jörðina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. september 2018 22:00

Mynd úr safni. Mynd:NASA/Goddard/University of Arizona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OSIRIS-Rex, geimfar bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, er nú í órafjarlægð frá jörðinni eftir tveggja ára ferðalag um himingeiminn. Geimfarinu var skotið á loft 8. september 2016. Verkefni geimfarsins er að rannsaka loftsteininn Bennu, en hann er einn af þeim loftsteinum sem vitað er að geti hugsanlega rekist á jörðina.

Braut loftsteinsins Bennu liggur framhjá jörðinni sjötta hvert ár þegar hann er á hringferð sinni um sólina. Vísindamenn telja hugsanlegt að hann lendi í árekstri við jörðina á tímabilinu frá 2175 til 2199. Hann er ekki svo stór að árekstur mundi eyða öllu lífi á jörðinni en það mun ekki fara framhjá neinum ef til þess kemur.

Þann 17. ágúst tók geimfarið fyrstu myndina af loftsteininum. Hann er þó ekki mjög greinilegur á henni enda var geimfarið í 2,3 milljóna kílómetra fjarlægð þegar myndin var tekin. Ferðalag geimfarsins í heildina er öllu lengra eða um 1,8 milljarðar kílómetra.

Geimfarið á að gera meira en taka myndir. Áætlað er að það lendi á Bennu 3. desember næstkomandi. Þá verða tekin sýni úr loftsteininum og verða þau flutt til jarðarinnar til rannsóknar. Einnig mun geimfarið mæla stærð Bennu, hreyfingar hans og hitastig.

Bennu samanstendur af óvenjulega miklu kolefni og því er hægt að fræðast mikið um hvernig hann og sólkerfið urðu til. Geimfarið er væntanlegt aftur til jarðar 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp