fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Hrottaleg árás á ungan innflytjanda í Þýskalandi – Óttast fjölmenn mótmæli í dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðist var á ungan innflytjanda í borginni Wismar í norðurhluta Þýskalands í nótt. Maðurinn er tvítugur og varð hann fyrir alvarlegum áverkum. Þjóðverjum er enn brugðið vegna mikilla mótmæla hægriöfgamanna gegn útlendingum fyrr í vikunni og árásin í nótt mun eflaust vekja upp enn frekari áhyggjur hjá mörgum.

Þýska lögreglan segir að maðurinn hafi verið á heimleið þegar hann var stöðvaður af þremur þýskumælandi mönnum sem létu svívirðingum dynja yfir hann vegna uppruna hans. Hann var síðan sleginn í andlitið af tveimur mannanna og sá þriðji lamdi hann síðan með járnkeðju í axlirnar og rifbeinin. Mennirnir héldu síðan áfram að sparka í manninn eftir að hann hafði fallið til jarðar.

Maðurinn er nefbrotinn og með marga áverka í andliti og á efri hluta líkamans. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins en enginn hefur verið handtekinn.

Mótmæli og ofbeldisverk hafa sett svip sinn á Þýskaland í vikunni í tengslum við mótmæli hægriöfgamanna í borginni Chemnitz í austurhluta landsins. Þar söfnuðust um 800 hægriöfgamenn saman á sunnudagskvöldið til mótmæla og sögðust ætla að „veiða“ útlendinga. Upptökur frá borginni sýna að ráðist var á marga innflytjendur og þeir beittir ofbeldi og haft í hótunum við þá.

Á mánudaginn kom til átaka á milli um 5.000 hægriöfgamanna og 1.000 til 2.000 vinstriöfgamanna. 20 særðust í átökunum, þar af 2 lögreglumenn.

Mótmælin og ofbeldisaldan hófst í kjölfar morðs í Chemnitz aðfaranótt laugardags en þá var Þjóðverji stunginn til bana. Lögreglan hefur handtekið Sýrlending og Íraka sem eru grunaðir um morðið.

Reiknað er með að mótmælum verði framhaldið í Chemnitz í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi