fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Enginn lögreglumaður á vakt í Borgarnesi þegar miklu magni af tölvubúnaði var stolið – Telja að þjófarnir hafi vitað þetta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 05:19

Gagnaver þurfa mikið rafmagn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 15. desember á síðasta ári var miklu magni af tölvubúnaði stolið úr gagnaveri í Borgarnesi. Enginn lögreglumaður var á vakt í bænum þegar þetta gerðist. Lögreglumenn telja líklegt að þjófarnir hafi vitað þetta og beðið eftir að lögreglumaður lyki vakt klukkan tvö en þeir létu til skara skríða um klukkan hálf þrjú.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið hefur eftir háttsettum lögreglumanni, sem vann að rannsókn þjófnaðanna úr gagnaverunum síðasta vetur, að ekki sé hægt að útiloka að þjófarnir hafi beðið eftir að lögreglumaðurinn lyki vakt sinni áður en þeir létu til skara skríða. Innbrotin hafi verið vel skipulögð og umfangsmikil. Þetta innbrot tengist öðrum innbrotum í  hinu stóra gagnaversmáli þar sem um 600 tölvum, sem eru notaðar til að grafa eftir Bitcoin rafmynt, var stolið en verðmæti þýfisins hleypur á hundruðum milljóna króna.

Ekki er hægt að segja til um hvort það hefði breytt einhverju ef lögreglumaður hefði verið á vakt þessa nótt en málið sýnir í hnotskurn þann vanda sem lögreglumenn hafa lengi bent á, fjársvelti lögreglunnar. Það gerir að þeirra sögn það að verkum að ekki er hægt að manna stöður og halda úti löggæslu eins og vera ber.

Fréttablaðið hefur eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Vesturlandi, að hann hafi ekki fjármagn til að halda úti sólarhringsvakt í Borgarnesi og því sé bakvaktarfyrirkomulag þar á nóttinni. Á Akranesi er sólarhringsvakt. Í þessu stóra umdæmi sem mikil umferð er um allt árið er aðeins einn lögreglumaður á vakt í Borgarnesi frá klukkan 7 til 14 og tveir eru á vakt á Akranesi á sama tíma. Það þarf því ekki mikið út af að bera til að lögreglan geti ekki sinnt útköllum.

Úlfar sagði að ekkert bruðl væri innan lögreglunnar en reksturinn sé dýr og ófyrirsjáanlegur.

„Það kostar að hafa hlutina í lagi.“

Hefur Fréttablaðið eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“