Eden Hazard, leikmaður Chelsea, segir að hann sé löngu búinn að sætta sig við það að það verði sparkað í sig í hverri viku.
Hazard er sá leikmaður á Englandi sem brotið er mest á en hann komst á blað í 2-1 sigri Chelsea á Newcastle um síðustu helgi.
Belginn segir að það sé eðlilegt að mótherjar sínir sparki í sig og kvartar lítið undan því.
,,Enska úrvalsdeildin er alltaf svona. Þetta er eins í hverri viku,” sagði Hazard í samtali við Standard Sport.
,,Ég kvarta hins vegar ekki. Ég reyni að gera mitt starf þegar við erum með boltann. Það er sparkað í þig og ég kvarta ekki yfir því.”
,,Þú reynir bara að bæta þig. Ég var þreyttur eftir þennan leik en ánægður með markið og úrslitin.”