Anthony Martial, leikmaður Manchester United, er að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.
Enskir miðlar greina frá þessu í dag en framtíð Martial hefur verið í umræðunni í allt sumar.
Stjórn United vill framlengja samning leikmannsins til ársins 2023 en það er ekki ákvörðun Jose Mourinho.
Óvíst er í hvaða hlutverki Martial verður í hjá Mourinho á þessu tímabili en hann hefur til þessa ekki fengið margar mínútur.
Frakkinn var til að mynda ekki í leikmannahópnum á mánudag er liðið tapaði 3-0 fyrir Tottenham.
Martial er samningsbundinn United til ársins 2019 en hann kom til félagsins frá Monaco árið 2015.