Claudio Bravo, markvörður Manchester City, verður líklega frá út tímabilið eftirað hafa slitið hásin á æfingu.
Bravo greindi frá því í gær að hann hafi fengið bréf frá Real Madrid þar sem félagið óskaði honum góðs bata.
Það er ansi óvænt en Bravo er fyrrum markvörður Barcelona, erkifjanda Real Madrid.
Bravo sýndi bréfið á Twitter síðu sinni og þakkaði spænska stórliðinu innilega fyrir kveðjurnar.
,,Fyrir hönd allra hjá Real Madrid, sérstaklega forseta okkar, Florentino Perez, þá viljum við senda þér bestu kveðjur og óska þér góðs bata,” stóð í bréfinu.
Færslu Bravo má sjá hér.
Muchas gracias al @realmadrid por tan noble gesto. Actos como este le hacen muy bien al fútbol. Un fuerte abrazo. pic.twitter.com/uUi1Mql3SN
— Claudio Bravo Muñoz (@C1audioBravo) 28 August 2018