Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, viðurkennir það að sínir menn hafi oft spilað betur en í 1-1 jafntefli við Stjörnuna í kvöld.
Óli var ekki ánægður með sína menn í fyrri hálfleik en liðið komst þó snemma yfir er Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði.
,,Mér fannst við ekki alveg nógu góðir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var eins og við værum að bíða eftir einhverju, kannski eftir að leikurinn væri búinn?” sagði Ólafur við Stöð 2 Sport.
,,Við vorum yfir í leiknum seinni partinn í síðari hálfleik en svona er þetta, tvö frábær lið og það þarf lítið til að tapa leiknum svo menn voru varkárir. Þeir sóttu ekki sigurinn frekar en við.”
,,Þetta er mjög erfiður völlur að koma á og sérstaklega þegar þeir tíma ekki að bleyta hann. Maður skilur það ekki en svona er þetta í Garðabænum víst.”
,,Ég vil ekki komast yfir snemma í leikjum því þá byrja menn að bíða og hanga og menn detta úr balance. Þetta voru frábær úrslit og tvö frábær lið.”