Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gat sætt sig við eitt stig í kvöld eftir jafntefli við Íslandsmeistara Vals.
Stjarnan og Valur skildu jöfn, 1-1 í Garðabæ en Rúnar viðurkennir að sínir menn hafi verið klaufar í kvöld.
,,Þetta var bara frábær leikur tveggja frábærra liða. Við vorum klaufar að nýta ekki færin í byrjun leiks,” sagði Rúnar við Stöð 2 Sport.
,,Þeir skora svo mark úr sinni fyrstu sókn og fengu ekki mörg færi. Við vorum klaufar að nýta ekki möguleikana.”
,,Eitt stig gegn mjög góður liði, svona er lífið í þessu. Það er mikið í húfi og menn seldu sig dýrt til að ná í úrslit og ná í betri úrslit.”
,,Staðan er bara sú sama og allir eru jafnir eftir jafn marga leiki. Valur er með þriggja stiga forystu en það er nóg af leikjum eftir.”