Stjarnan 1-1 Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson(13’)
1-1 Eyjólfur Héðinsson(35’)
Það fór fram stórleikur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Stjarnan og Valur áttust við í Garðabæ.
Fjörið byrjaði strax á 13. mínútu leiksins í kvöld er Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði fyrir gestina í Val.
Staðan var 1-0 þar til á 35. mínútu leiksins er Eyjólfur Héðinsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna með stórglæsilegu marki.
Bæði lið fengu svo sannarlega færi til að bæta við en því miður fyrir áhorfendur var ekkert sigurmark skorað.
Valur er nú með 39 stig á toppi deildarinnar og Stjarnan er í öðru sætinu, þremur stigum á eftir Íslandsmeisturunum.