fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Fyrrum landsliðsmaður Englands fékk óvænta og hrollvekjandi heimsókn um miðja nótt

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Mabbutt, fyrrum landsliðsmaður Englnads, lenti í hræðilegu atviki fyrir nokkrum vikum en hann var staddur í Suður-Afríku í fríi.

Þessi 57 ára gamli Englendingur þurfti að fljúga heim til Bretlands og eyddi viku á sjúkrahúsi að jafna sig eftir aðgerð.

Rotta fór illa með Mabbutt er hann var sofandi en hún beit og nagaði í löppina á honum sem skildi eftir sig stórt gat.

Mabbutt var afar öflugur varnarmaður á sínum tíma og lék yfir 400 leiki fyrir Tottenham. Hann spilaði þá 16 landsleiki fyrir England.

,,Eftir alla þessa mótherja og nú loksins er ég tekinn út af rottu,” sagði Mabbutt í samtali við BBC.

,,Ég hafði farið að sofa og um nóttina kom rottan inn í svefnherbergið mitt. Hún klifraði upp í rúmið og byrjaði að naga í löppina á mér.”

,,Ég er með ansi stórt gat á tánni sem nær alla leið að beini og hún át einnig botninn á fætinum.”

,,Hún beit líka þumalputtann á dóttur minni í hinu herberginu. Hún kom inn til mín og sagði mér að ‘eitthvað hafi bitið sig.’ Þú hugsar aðallega um sporðdreka og snáka í Afríku.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist