Það voru tveir Íslendingar í byrjunarliði Aalesund í Noregi í kvöld er liðið heimsótti lið Jerv í norsku B-deildinni.
Þeir Hólmbert Aron Friðjónsson og Aron Elís Þrándarson voru í byrjunarliði Aalesund í öruggum 3-0 sigri.
Íslendingarnir tveir komust báðir á blað en Hólmbert skoraði strax á 9. mínútu leiksins og Aron fjórum mínútum síðar.
Adam Örn Arnarsson var á bekknum hjá Aalesund í kvöld en kom við sögu í síðari hálfleik.
Aalesund er á toppi B-deildarinnar með 46 stig, fjórum stigum á undan Mjondalen sem er í öðru sætinu.