fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Ásta Guðrún: Píratar vilja tryggja breytingar

Ásta Guðrún Helgadóttir, oddviti Pírata í Reykjavík suður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. október 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í þessum kosningum gefst okkur einstakt tækifæri til að breyta Íslandi varanlega til hins betra, vegna þess að fólk er komið með nóg. Það sem við þurfum að gera er að beina þeirri tilfinningu í gagnlegan farveg og tryggja raunverulegar breytingar. Sjálfstæðismenn eru farnir að segja að valkostirnir í þessum kosningum séu skýrir; umbótastjórn undir forystu Pírata eða áframhaldandi stjórn Sjálfstæðisflokksins. Við erum sammála þessu!

Viltu áfram sömu gömlu spillinguna, svikin kosningaloforð, valdhroka og andlýðræðislega stjórnarhætti? Eða viltu breytingar? Við Píratar erum stofnuð fyrir lýðræði, gagnsæi, pólitíska ábyrgð og borgararéttindi og við höfum staðið fyrir þessa hluti alla okkar tíð, bæði innan þings og utan. Svo við spyrjum eins og Sjálfstæðisflokkurinn, viltu nýja stjórnarskrá og ný stjórnmál með bættu samfélagi og réttlátri dreifingu auðlinda til framtíðar? Eða viltu áfram sama, gamla, spillta draslið um ókomna tíð? Um það snúast þessar kosningar. Tækifærið er raunverulegt og við Píratar viljum tryggja breytingar.“

Íslendingar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa fulltrúa sína til Alþingis. Úr nægu er að velja fyrir kjósendur en níu stjórnmálahreyfingar bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Auk þess bjóða þrjár aðrar hreyfingar fram í færri kjördæmum.

DV leitaði til allra framboðanna og bauð þeim að reyna eftir megni að sannfæra kjósendur um að veita þeim atkvæði sín. Þetta eru þeirra áherslur.

Hér má sjá helstu áherslumál Samfylkingarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“