fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Hvernig á að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum? Ráðstefna á föstudaginn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú sérð ofbeldi stöðvaðu það. Öryggi barna byrjar með þér,“ er yfirskrift ráðstefnu sem samtökin Blátt áfram standa fyrir á Hótel Natura Nauthólsvegi á föstudaginn. Á ráðstefnunni talar fjöldi merkra íslenskra og erlendra fyrirlesara sem hafa sérhæft sig í þessum málaflokki. Fyrsta erindið er flutt af Sigríði Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Blátt áfram, og frumsýnir hún einnig nýtt kennsluefni sem samtökin hafa unnið að síðustu misseri. Efnið ber heitið Verndarar.

Fundarstjóri er Bergur Þór Ingólfsson en meðal fróðlegra erinda er „Börn sem sýna óviðeigandi kynhegðun. Er hægt að grípa inn í?“ eftir Önnu Kristínu Newton, sálfræðing. Jane Flieshman, sérfræðingur í kynhneigð fjallar um heilbrigða þróun kynvitundar hjá börnum og Kieran McCartan, doktor í sálfræði og prófessor í afbrotafræði fjallar um forvarnir gegn kynferðisbrotum og lýðheilsu.

Fjölmörg forvitnilega erindi um þennan viðkvæma og mikilvæga málaflokk verða haldin. Dagskráin hefst kl. 8 á föstudagsmorguninn að Hótel Natura og lýkur kl. 15:15.

Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu viðburðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu