fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

10 ár frá aftöku „Smástúlknamorðingjans“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 3. september 2018 21:30

Tsutomu Miyazaki, „Smástúlknamorðinginn“.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2008 var japanski raðmorðinginn Tsutomu Miyazaki líflátinn í fangelsi í Tókýó. Viðurnefni hans var óhugnanlegt í meira lagi, „Smástúlknamorðinginn“. Á tæplega 11 mánaða tímabili, 1988–1989, myrti Miyazaki fjórar ungar stúlkur í heimalandi sínu. Stúlkurnar voru á aldrinum 4–7 ára og vanvirti morðinginn líkin kynferðislega. Þá drakk hann blóð eins fórnarlambsins og át hluta af annarri hönd hennar.
Miyazaki fæddist með vanskapaðar hendur. Fötlun hans stuðlaði kannski að því að hann einangraðist félagslega og sökk í djúpt þunglyndi. Hann varð fráhverfur foreldrum sínum og systrum en taldi sig aðeins njóta sannmælis hjá afa sínum. Þegar afi hans lést í maí 1988 var það mikið áfall fyrir Miyazaki. Hann brást við með því að fremja sitt fyrsta viðurstyggilega morð.

Eitt af einkennum hans var að senda fjölskyldum fórnarlambanna póstkort með stuttri lýsingu á glæpunum auk þess sem hann átti til að angra fjölskyldurnar með símhringingum. Miyazaki var handtekinn þann 6. júní 1989 þegar hann var að reyna að tæla til sín enn eitt fórnarlambið. Hann var dæmdur til dauða og var loks hengdur í júní 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“