Orðið á götunni er að sjónvarp Símans sé að láta framleiða dýra viðtalsþætti við tíu þekkta einstaklinga. Þættirnir eru teknir upp í Gamla bíói og Skot sér um framleiðslu. Þáttastjórnandi er Logi Bergmann útvarpsmaður á K-100 útvarpi Moggans.
Þeir sem til þekkja segja að framleiðandinn geri miklar kröfur um gæði þáttanna. Logi Bergmann mun því í fyrsta sinn í langa tíma hafa þurft að undirbúa sig, en ekki bara mæta og tína af sér misgóða fimmaura brandara.
Orðið á götunni er að þegar sé búið að taka upp eina fjóra þætti þar sem viðmælendur eru Baltasar Kormákur, Elísabet Rónaldsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson.