fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Bjarni Bernharður búinn að kaupa legsteininn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. ágúst 2018 16:44

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skáldið og myndlistarmaðurinn Bjarni Bernharður Bjarnason hefur fest kaup á legsteini. Legsteinninn prýðir nú vinnustofu Bjarna í því sögufræga húsi Bjarnaborg þar sem Bjarni býr. Á legsteininum stendur nafn skáldsins, fæðingardagur og á honum er að finna eftirfarandi ljóð: „Sjálfs sín sporgöngumaður á veginum endalausa.“

„Áletrunin er ljóð eftir mig. Þetta stutta ljóð þýðir einfaldlega að trúa á sjálfan sig. Þessi legsteinn er núna heima hjá mér og hefur fengið virðulegan sess inni á vinnustofu minni,“ segir Bjarni í samtali við DV. Bjarni birti mynd af legsteininum í bókinni Hinn djöfullegi, sem kom út fyrir sléttri viku.

Í bókinni sem er um margt öðruvísi en aðrar bækur skáldsins útskýrir Bjarni kaup sín á legsteininum. Þar segir Bjarni: „Mér er ljóst að þessi kaup á legsteininum virka nokkuð sláandi á fólk almennt, en fyrir mér eru kaupin skynsemisráðstöfun, því ég vil hafa nokkuð um það að segja hvað verður til ásýndar af mér eftir minn dag. Mun steinninn sá arna þjóna sínu hlutverki með sóma að verða minnisvarði um skáldið og málarann BBB.“

Þórarinn Þórarinsson er merktur fyrir öllum viðtölum við Bjarna í nýrri bók hans, Hinn djöfullegi.

Í bókinni er að finna hin ýmsu viðtöl sem hafa verið tekin við Bjarna á síðustu árum. Viðtölin eru þó í nokkuð breyttri mynd. Bjarni tók hugverk blaðamannanna og smíðaði úr grunnþráðunum skáldskap og merkti einum og sama blaðamanninum. „Ég geri mér grein fyrir að blaðamennska er ekki literatúr en mér tókst að búa til skemmtilegan literatúr úr efninu.“ Viðtölin eru merkt Þ.Þ. „Hann vinur minn Þórarinn Þórarinsson má taka það til sín en það er sérstakur húmor á milli okkar Tóta. Tóti er nú þannig maður að þeir sem umgangast hann verða að umgangast hann með sérstökum húmor.“

Óttast ekki dauðann

Bjarni segir í bók sinni að hann hafi farið fram á það við almættið að fá að lifa 30 ár í viðbót. Ef almættið úthlutar öllum þeim árum nær Bjarni 98 ára aldri. Þessi þrjátíu ár ætlar Bjarni að nýta til að skrifa og mála hin ýmsu verk en ótal sögur sveima um í höfði skáldsins. „Ég hef nýverið gengið í gegnum nokkur ítarlega læknisskoðun og reyndist við góða heilsu,“ segir Bjarni sem verður 68 ára í desember. „Þó er sá ljóður á ráði mínu að ég er pípureykingamaður, sem hugsanlega gæti sett strik í reikninginn, hvað varðar áform mín um lífaldur.“

Bjarni kveðst ekki óttast dauðann. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Bjarni segir: „Þegar hérvist minni lýkur verða það áfangalok á langri vegferð um jarðlífsplanið, en vegna minnar djúpu andlegu hygli, stendur mér ljóst fyrir dyrum, hvað bíður mín handan landamæra lífs og dauða, og kvíði því ekki þeirri stundu þegar kallið kemur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum