fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Sigurður Skúli Bergsson settur tollstjóri

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 16:50

Sigurður Skúli Bergsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett Sigurð Skúla Bergsson, aðstoðartollstjóra, tímabundið í embætti tollstjóra frá 1. október næstkomandi, þar til skipað hefur verið í stöðuna.

Sigurður Skúli lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1984 og B.Sc. gráðu í rekstrarhagfræði frá Handelshjøskole Syd. í Danmörku árið 1990. Hann kom til starfa hjá embætti tollstjóra árið 1998 og hefur gegnt embætti aðstoðartollstjóra frá 2006. Snorri Olsen, sem gegnt hefur embætti tollstjóra frá 1997 tekur 1. október við embætti ríkisskattstjóra.

Unnið að aukinni skilvirkni

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði 21. júní sl. nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda. Nefndinni er falið að greina verkaskiptingu, faglegt samstarf og sameiginleg verkefni stofnana ráðuneytisins við skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda. Þá skal hún greina hvaða kostir eru fyrir hendi varðandi breytingar á stofnanaskipulagi og verkaskiptingu. Í því sambandi verði m.a. litið til fyrirkomulags innheimtumála í víðara samhengi og þjónustu við gjaldendur og aðila í inn- og útflutningsstarfsemi. Ennfremur skal nefndin meta hvort einhverjar breytingar kunni að vera æskilegar fyrir stofnanir ráðuneytisins sem sinna skyldum eða tengdum verkefnum. Hér undir fellur víðtæk nýting sjálfvirknivæðingar og gervigreindar, aðlögun að breyttum viðskiptaháttum, áhættustjórnun innan skattkerfisins o.fl.

Nefndin skal ljúka störfum fyrir 1. mars 2019. Nefndin lagði til við ráðherra að innheimtumál flytjist frá tollstjóra til ríkisskattstjóra og er gert að frumvarp þess efnis verði lagt fyrir Alþingi í október. Meðal þess sem nefndin hyggst jafnframt kanna eru kostir þess að sameina eða samþætta að fullu starfsemi tollstjóra og ríkisskattstjóra, eftir atvikum með sérstakri útfærslu er varðar tollafgreiðslu og eftirlit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi