fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

N1 breytir um nafn

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn N1 hf hefur boðað til hluthafafundar þriðjudaginn 25. september næstkomandi. Sem kunnugt er gerði Samkeppniseftirlitið sátt við N1 vegna samruna þess við Festi, sem rekur Krónuna, Nóatún og  ELKO meðal annars.

Á dagskrá hluthafafundarins hjá N1 hf. stendur til að skipta um nafn, líkt og sjá má á dagskránni:

  1. Stjórnarkjör.
  2. Tillaga að nýrri starfskjarastefnu félagsins.
  3. Tillaga að reglum um tilnefningarnefnd í starfsreglum stjórnar.
  4. Tillaga að nýrri samkeppnisstefnu félagsins.
  5. Tillaga að nýju nafni N1 hf.
  6. Önnur mál.

Samkvæmt lýsingu sem N1 gaf út vegna hlutafjárhækkunar, mun nafn móðurfélagsins breytast úr N1 í Festi. Þá mun hið keypta félag, Festi, breytast í Nesti. Hið sameinaða félag er um fimm rekstrarfélög: N1, Krónuna, Elko, Festi fasteignir og Bakka vöruhótel. Eignarhaldið á fjórum síðastnefndu félögunum verður í gegnum eignarhaldsfélagið Nesti.

Forstjóri samstæðunnar verður Eggert Þór Kristófersson, sem tók við starfi forstjóra N1 árið 2015.

N1 merkið varð til við sameiningu olíufélagsins Esso og Bílanausts árið 2007.

„Nafnið er einfalt og skemmtilegt og hentar vel fyrir félag sem ætlar að sækja fram með nýjar hugmyndir og nýjar áherslur. Við erum ekki lengur olíufélag, heldur alhliða verslunar- og þjónustufyrirtæki,“

sagði Hermann Guðmundsson þáverandi forstjóri, í tilefni af nýja nafninu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast