fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Stuðningsfólk Pírata neikvæðast gagnvart erlendum ferðamönnum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 14:44

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt könnun MMR er stuðningsfólk Pírata líklegast til að vera neikvætt gagnvart erlendum ferðamönnum hér á landi, eða 13 prósent. Stuðningsfólk Viðreisnar (88%) og Samfylkingar (88%) var hvað líklegast til að vera jákvætt í garð erlendra ferðamanna, samanborið við 51% stuðningsfólks Miðflokksins og 55% stuðningsfólks Flokks fólksins.

Af stuðningsfólki Pírata kváðust 13% vera neikvæð gagnvart erlendum ferðamönnum, 12% stuðningsfólks Vinstri grænna og 10% stuðningsfólks Miðflokksins. Aðeins 2% stuðningsfólks Samfylkingarinnar kváðust neikvæð gagnvart ferðamönnum og 4% stuðningsfólks Viðreisnar.

Samhliða fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi hefur MMR á undanförnum árum mælt viðhorf Íslendinga til þeirra gesta sem hingað sækja. Frá árinu 2015 til ársins 2017 hafði jákvæðni í garð erlendra ferðamanna farið minnkandi ár frá ári. Í ár virðist breyting á en samkvæmt könnun MMR sem lauk 1. ágúst síðastliðinn voru 68% landsmanna jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum, samanborið við 64% í fyrra. Þeir sem kváðust neikvæðir í garð erlendra ferðamanna mældust nú 9%, samanborið við 10% í fyrra og 12% árið þar á undan.

1807 TúristarSpurt var: „Almennt séð, hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ert þú gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi?“
Svarmöguleikar voru: „Mjög jákvæð(ur)“, „Frekar jákvæð(ur“), „Hvorki jákvæð(ur) né neikvæð(ur)“, „Frekar neikvæð(ur)“, „Mjög neikvæð(ur)“ og „Veit ekki/vil ekki svara“. Samtals tóku 99,8% afstöðu til spurningarinnar.

 

Munur á viðhorfi eftir hópum

Stór meirihluti Íslendinga sagðist jákvæður gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en þó var nokkur munur eftir lýðfræðihópum. Karlar (11%) voru til að mynda líklegri en konur (7%) til að vera neikvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum en hlutfall karla og kvenna sem sögðust jákvæð í garð ferðamanna var nokkuð jafnt, 69% karla og 68% kvenna. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu (71%) reyndust jákvæðari í garð ferðamanna heldur en íbúar landsbyggðarinnar (63%), sem jafnframt voru neikvæðari í garð ferðamanna en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Af þeim sem búsett voru á landsbyggðinni kváðust 11% neikvæð í garð ferðamanna, samanborið við 8% þeirrra búsett á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar litið var til aldurs mátti sjá að yngsti aldurshópurinn var hvað jákvæðastur gagnvart erlendum ferðamönnum en 70% þeirra kváðust jákvæð gagnvart ferðamönnum, samanborið við 65% þeirra 68 ára og eldri. Af svarendum á aldrinum 30-49 ára reyndust 12% vera neikvæð gagnvart erlendum ferðamönnum en einungis 5% þeirra 68 ára og eldri kváðust neikvæð.

Þau tekjuhæstu (76%) voru töluvert jákvæðari gagnvart ferðamönnum heldur en þau tekjulægstu (56%). Þá reyndust svarendur í tekjulægsta hópnum, með heimilistekjur undir 400 þúsund krónum, jafnframt líklegust til að vera neikvæð í garð ferðamanna eða 12%.

 

1807 Túristar x2

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 911 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 25. júlí til 1. ágúst 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast