fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Margrét Friðriks tók þátt í raunveruleikaþættinum Hiti 98 á Ibiza: „Vorum aðallega að djamma og hafa gaman“

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegisútvarp Rásar tvö leitar nú logandi ljósi að 6 Íslendingum sem sendir voru á vegum Vísis til Ibiza árið 1998. Tilgangur ferðarinnar var að búa til raunveruleikaþáttinn Hita 98 en í þáttunum gafst lesendum Vísis og hlustendum FM957 tækifæri til að fylgjast með örlögum 6 ungra Íslendinga á eyjunni. Athygli vekur að ein þeirra sem tók þátt í þættinum er athafnakonan Margrét Friðriksdóttir.

Skjáskot/Fókus

„Frá og með næsta mánudegi gefst þjóðinni tækifæri á að fylgjast með ævintýrum sex ungmenna í djammparadísinni Ibiza. Krakkarnir sem voru valdir í ferðina sem ber yfirskriftina Hiti ’98, þekkjast ekkert en munu eflaust kynnast vel þær tvær vikur sem þau dvelja úti,“ svona hljómar umfjöllun um þáttinn sem birtist í Fókus þann 21. ágúst árið 1998.

Í samtali við DV segir Margrét ferðina hafa verið mjög skemmtilega. „Þetta var bara ein af mínum skemmtilegustu upplifunum og bara rosalega skemmtilegt,“ segir Margrét. Aðspurð segir hún ferðina að mestu hafa snúist um að fara út að skemmta sér. „Við vorum auðvitað rosalega ung og við vorum aðallega að djamma og hafa gaman. Ég var reyndar rænd fyrsta kvöldið og símanum mínum stolið en að öðru leyti var þetta frábær ferð.“

Margrét segir að ástin hafi aldrei verið langt frá hópnum þó svo að hún sjálf hafi ekki fundið ástina í ferðinni. „Það myndaðist allaveganna eitt par í ferðinni og ég held að þau hafi síðar eignast barn,“ segir hún.

Í umfjöllun Fókus fengu lesendur að kynnast þátttakendum en á þessum tíma starfaði Margrét á sólbaðsstofunni Gullsól. Í kynningunni kom meðal annars fram að Margrét væri mest til í að festast í lyftu með Brad Pitt. Þá sagði hún skemmtistaðinn Astró vera bestan til þess fallinn að finna sér félaga.

Ásamt Margréti fóru þau Sigurbjörn Jónsson, Kolbrún Þorkelsdóttir, Gunnhildur Sara Gunnarsdóttir, Ríkharður S Ríkharðsson og Svavar Hörður Heimisson á eyjuna fögru í suðri. Eins og áður segir leitar dagskrágerðarfólk Rásar Tvö eftir því að ná tali af þátttakendum í þættinum og hafa óskað eftir hjálp við að hafa uppi á fólkinu. „Nú leitum við til ykkar. Þekkir einhver þetta fólk? Ef svo er þá endilega sendið okkur skilaboð,“ segir í auglýsingu á Facebook-síðu þáttarins.  

Þættirnir vöktu mikla athygli á sínum tíma

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum