fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Óli Björn óttast tvöfalt heilbrigðiskerfi – „Ertu fyrst að fatta það núna Óli?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ritar grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann óttast að á Íslandi sé að verða til tvöfalt heilbrigðiskerfi:

„Tvö­falt heil­brigðis­kerfi, þar sem hinir efna­meiri geta keypt betri og skjót­ari þjón­ustu hef­ur verið eit­ur í bein­um okk­ar. Ég hef í ræðu og riti haldið því fram að yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti okk­ar Íslend­inga líti svo á að í gildi sé sátt­máli – sátt­máli þjóðar sem ekki megi brjóta: Við höf­um sam­mælst um að fjár­magna sam­eig­in­lega öfl­ugt heil­brigðis­kerfi þar sem all­ir geta notið nauðsyn­legr­ar þjón­ustu og aðstoðar án til­lits til efna­hags eða bú­setu. Ég ótt­ast að það sé að molna hratt und­an sátt­mál­an­um. Hægt en ör­ugg­lega er tvö­falt heil­brigðis­kerfi að verða til á Íslandi.“

Óli nefnir síðan dæmi um biðlista hjá Landspítalanum og að heilbrigðisyfirvöld hafi komið í veg fyrir að Sjúkratryggingar Íslands gerðu samning við Klíníkina, með þeim afleiðingum að sjúklingar þurfi sjálfir að greiða fyrir þjónustuna. Þeir sem ekki hafi efni á því þurfi að bíða svo mánuðum skipti eftir bót meina sinna. Því sé það öfugsnúið að meðan biðlistar séu í liðskiptiaðgerðir hér á landi, neiti yfirvöld sjúklingum um að nýta þjónustu einkaaðila og sendi þá þess í stað úr landi, fyrir mun hærri kostnað.

Að lokum segir Óli Björn:

„Hug­sjón­in sem ligg­ur að baki ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu um aðgengi allra að góðri og nauðsyn­legri þjón­ustu verður merk­ing­ar­laus þegar al­menn­ing­ur sit­ur fast­ur á biðlist­um rík­is­ins og horf­ir á þá efna­meiri kaupa þjón­ustu einkaaðila. Óskil­getið af­kvæmi rík­i­s­væðing­ar allr­ar heil­brigðisþjón­ustu er tvö­falt kerfi. Gegn því mun ég berj­ast.“

 

Er Óli Björn Kárason eitthvað að grínast?

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Óli Björn geti litið sér nær, þar sem búið sé að vara við þessari þróun í mörg ár og Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi farið með heilbrigðisráðuneytið. Hann gefur einnig í skyn að hið tvöfalda kerfi, þar sem hinir efnameiri geti keypt sér betri og skjótari þjónustu, sé samkvæmt skipulagi:

„Er Óli Björn Kárason eitthvað að grínast?

Það er búið að vara við þessu í mörg ár á meðan sjallar hafa nokkurn vegin alltaf verið í stjórn.

„Hægt en örugglega er tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi“ … „Tvöfalt heilbrigðiskerfi, þar sem hinir efnameiri geta keypt betri og skjótari þjónustu …“

Örugglega … eins og það sé skipulagt. Ertu fyrst að fatta það núna Óli?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben