fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Flöskuhálsinn loksins tvöfaldaður í Mosfellsbæ

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mosfellsbær auglýsti í gær kynningu á deiliskipulagslýsingu fyrir Vesturlandsveg og veghelgunarsvæði frá gatnamótum við Skarhólabraut að gatnamótum við Reykjaveg, alls 2.5 kílómetra leið.

Fyrirhuguð er tvöföldun Vesturlandsvegar frá Miklubraut í Reykjavík að gatnamótum Þingvallavegar í Mosfellsbæ, en líkt og þeir sem keyra um Vesturlandsveginn til austurs á háannatíma vita, myndast flöskuháls við eitt hringtorgið í Mosfellsbæ, sem hægir mjög á umferð, þar sem vegurinn breytist úr 2+2 í 2+1 og aftur í 2+2.

Tvöföldun vegarins er sögð auka umferðaröryggi og stuðla að samfellu í vegakerfinu samkvæmt lýsingu, sem og leysa þann flöskuháls sem flestir kannast við.

 

Lengd svæðisins er tæpir 2,5 km. Veghelgunarsvæði er 30 m frá miðlínu götu. Á gatnamótum við Skarhólabraut og við Reykjaveg er skipulagssvæðið afmarkað þannig að það taki til svæðis sem myndi þurfa fyrir mislæg gatnamót í samræmi við aðalskipulag. Innan skipulagsmarka eru af- og aðreinar mislægra gatnamóta Vesturlandsvegar, til beggja átta. Ekki eru fyrirhuguð mislæg gatnamót á svæðinu í nánustu framtíð, en mikilvægt er að horfa til framtíðar og takmarka ekki möguleika til framtíðaruppbyggingar á vegakerfinu.

Í þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015–2018 kemur fram að gert er ráð fyrir 510 m.kr. fjárveitingu fyrir framkvæmdir við Vesturlandsveg milli Skarhólabrautar og Langatanga, fyrir árið 2018. Ekki er fjallað um Vesturlandsveg milli Langatanga og Reykjavegar í samgönguáætlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“