fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Harpa Dögg opnar einkasýningu á listahátíð í Svíþjóð

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkasýning Hörpu Daggar Kjartansdóttur stendur nú yfir í Falun í Svíþjóð, en sýningin er  hluti af listahátíðinni Sammankomsten í Falun.

Einkasýningin Organizing chaos í Galleri Hörnan var unnin í samvinnu við Gallerí SE og er hluti af listahátiðinni Sammankomsten sem haldin var í Falun 23.-25.ágúst. En sýningin stendur til 1.október næstkomandi.

Í Galleri Hörnan sýnir Harpa skúlptúra og myndverk sem unnin eru með blandaðri tækni.

Í verkum sínum notast hún við fundið efni sem er sett saman á óvæntan og ljóðrænan hátt. Hlutirnir fá nýtt samhengi og skapa samtal sín á milli.

Svartur litur er gegnumgangandi í verkunum. Bæði í skúlptúrum og myndum. Í myndunum er bakgrunnurinn málaður svartur og á þeim verkum sem unnin eru á blaðsíður úr gömlum bókum, þekur svarti liturinn textann. Bakvið ‘tómarúmið’ er því eitthvað hulið. Líkt og svarthol sem hefur að geyma mikla dulúð. Myndefnið er oft áþekkjanlegt við fyrstu sýn og minnir á eitthvað annað en það í raun er. Það skapast því svigrúm fyrir áhorfandans að túlka á sinn hátt. Við lesum í myndmál á ólíkan hátt, myndum ólíkar tengingar út frá okkar eigin bakgrunni og reynslu.

„Ég hef meiri áhuga á að varpa fram spurningum og vangaveltum, frekar en að koma með lokaniðurstöðu eða rétt svar. Við skynjum og skiljum umheiminn á ólíkan hátt og í verkum mínum vinn ég með það hvernig hlutir geta umbreyst í nýju samhengi og fengið aðra merkingu.

Umbreyting hluta og myndmáls birtist í ýmsum myndum og sumt breytist á meðan sýningin stendur yfir. Til dæmis litað vatn í tilraunaglösum sem gufar upp yfir sýningartímabilið og skilur þá eftir sig spor eða litaðar rákir á glerinu,“ segir Harpa Dögg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot