fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hver tekur við Icelandair? Jón sagður ofarlega á blaði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 09:02

Björgólfur Jóhannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Jóhannsson sagði sem kunnugt er upp sem forstjóri Icelandair Group í kjölfar nýrrar afkomuspár félagsins. Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri Icelandair, tók tímabundið við forstjórastarfinu þar til stjórnin hefur ráðið nýjan forstjóra.

Jón Björnsson

En hver fær það hlutverk að taka við þessu krefjandi starfi til frambúðar? Nokkrir hafa verið nefndir til sögunnar og er einn þeirra Jón Björnsson, forstjóri smásölukeðjunnar Festar.

Þetta kemur fram í Skotsilfri, dálki í Markaðnum sem fylgir með Fréttablaðinu í dag. Þar segir orðrétt:

„Að sögn kunnugra er nokkuð síðan stjórnarmenn í ferðaþjónustufyrirtækinu fóru, með óformlegum hætti þó, að líta í kringum sig eftir nýjum forstjóra, enda var vitað að Björgólfur hefði hug á því að hætta störfum á næsta ári. Er nafn Jóns sagt vera ofarlega á blaði stjórnarinnar. Jón hefur töluverða reynslu af því að endurskipuleggja rekstur fyrirtækja en hann bylti meðal annars rekstri stórverslananna Magasin du Nord og Steen & Ström.“

Björgólfur ákvað að láta af störfum því ákvarðanir hans hafi valdið félaginu fjárhagslegu tjóni og hann beri ábyrgð á því gagnvart stjórn félagsins og hluthöfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“