Nú hefur ákæra verið gefin út á hendur 43 ára karlmanni vegna málsins. Hann er ákærður fyrir að hafa smyglað 13,8 tonnum af hassi til landsins og 1,3 tonnum af amfetamíni. Þetta er óheyrilegt magn og er þetta eitt stærsta fíkniefnamál sögunnar í Danmörku.
Við leit í nokkrum vöruhúsum fann lögreglan 365 kíló af amfetamíni og 2,4 tonn af hassi. Ekki tókst að hafa uppi á öllum fíkniefnunum en þau voru flutt til landsins frá því í ársbyrjun 2015 og fram í júní á síðasta ári.
Fíkniefnin voru falin í 3.298 plastrúllum sem voru fluttar til landsins í sex gámum frá Líbanon.
Efnin voru ekki aðeins til dreifingar í Danmörku því hluti þeirra var sendur áfram til Þýskalands og Austurríkis.
Hinn ákærði á allt að 20 ára fangelsi yfir höfði sér.