fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Alþjóðleg hreyfing hægriöfgamanna undir forystu Richard Spencer reynir að hafa áhrif á sænsku þingkosningarnar – Vona að Svíþjóðardemókratarnir sigri

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 07:51

Norrænir nýnasistar í mótmælagöngu. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðleg hreyfing hægriöfgamanna, Alt-Right, reynir nú að hafa áhrif á sænsku þingkosningarnar sem fara fram 9. september. Hreyfingin dreifir kynþáttaáróðri og áróðri gegn gyðingum á netinu til að reyna að vinna öfgakenndum skoðunum sínum fylgis. Hreyfingin vonast til að Svíþjóðardemókratarnir vinni góðan sigur en samkvæmt skoðanakönnunum bendir allt til að svo verði og flokkurinn verði einn af þremur stærstu flokkum landsins.

Dagblaðið Expressen fjallar í dag ítarlega um nokkra frambjóðendur Svíþjóðardemókratanna en þessir frambjóðendur eiga sér allir fortíð innan hreyfingar nýnasista.

Bandaríkjamaðurinn Richard Spencer er leiðtogi hreyfingarinnar en hann er þekktur talsmaður þess að hvíti kynþátturinn beri af öðrum. Sjálfur segist hann vera hvítur þjóðernissinni. Hann komst í fréttirnar hér á landi í byrjun júlí eftir að för hans frá Bandaríkjunum til Póllands var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli og honum gert að fara aftur til Bandaríkjanna. Pólsk yfirvöld höfðu að sögn engan áhuga á að fá hann til landsins. Spencer er tengdur nýnasistum og markmið hans er að koma öfgastefnu sinni og andlýðræðislegum viðhorfum að sem víðast til að breyta heiminum og heimsmyndinni.

Richard Spencer. Mynd:Wikimedia Commons.

Til að hrinda þessu í framkvæmd er hann með marga samverkamenn. Einn þeirra er Svíinn Daniel Friberg sem Spencer segir vera „ómissandi“ fyrir Alt-Right hreyfinguna. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Uppdrag granskning sem verður sýndur í Sænska ríkissjónvarpinu í kvöld. Fjallað er um þáttinn og efni hans á vef Sænska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meðal annars sé rætt við Spencer sem segi að Friberg og fleiri Svíar séu í framlínu hreyfingarinnar og það sé athyglisvert að leiðtogar hennar komi hvorki frá Þýskalandi né Ítalíu sem hafa verið talin sterk vígi hægriöfgamanna á borð við nýnasista.

Friberg var meðlimur í Sænsku andspyrnuhreyfingunni sem varð síðar að Norrænu andspyrnuhreyfingunni, NMR. Ásamt Spencer og tveimur öðrum stofnaði hann Alt-Right Corporation sem tengir Alt-Right hreyfingar um allan heim saman. Friberg er búsettur í Ungverjalandi og Póllandi og rekur bókaútgáfu sem er sögð vera stærsta bókaútgáfa hægriöfgamanna í heiminum.

„Við sjáum þessa þróun í allri Evrópu. Þetta snýst aðallega um tíma, hversu langan tíma þarf þar til flokkar, sem láta sér annt um framtíð Evrópu, verða stærstu flokkarnir.“

Segir Friberg í samtali við Uppdrag granskning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking