fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Hægir hraðar á hagkerfinu en reiknað var með – Eru erfiðir tímar framundan?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 06:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur hægt hraðar á hagkerfinu en reiknað var með. Af þeim sökum þarf hugsanlega að endurmeta hagvaxtarspár fyrir árið. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ferðamönnum hefur fjölgað hægar en búist var við og kortavelta og væntingarvísitölur hafa ekki verið í takt við væntingar.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Ingólfi Bender, aðalhagfræðingi Samtak iðnaðarins, að neikvæðar fréttir af stöðu efnahagsmála geti dregið úr einkaneyslu og fjárfestingum heimila og fyrirtækja. Í sama streng tekur Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, og segir að bætt lífskjör á undanförnum árum hafi að miklu leyti verið sótt til ferðaþjónustunnar.

Eins og kunnugt er glíma Icelandair og WOW við ákveðin vandamál þessar vikurnar og hefur umræðan um mál flugfélaganna verið mikil. Þetta getur smitast út í samfélagið og orðið til þess að fólk fer að halda að sér höndunum. Ekki fegrar það fréttirnar um vanda flugfélaganna að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa fundað sérstaklega um stöðu þeirra.

Morgunblaðið hefur eftir Andrési Jónssyni, almannatengli, að við aðstæður sem þessar sé mikilvægt að huga að væntingastjórnun. Fólk sé ekki vant að þurfa að slá á væntingar en þær skapi að miklu leyti raunveruleikan sem þarf að takast á við þegar staðan verður slæm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“